Ferill 171. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 198 – 171. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 89 26. maí 1997, um breyt. á l. nr. 93 20. nóvember 1992, um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Kristján Skarphéðinsson og Halldór Þorsteinsson frá sjávarútvegsráðuneyti. Ekki þótti tilefni til að senda frumvarpið til umsagn ar. Mikil áhersla er lögð á að gildistöku laga nr. 89 26. maí 1997 verði frestað þar sem fram kvæmdastjórn Evrópubandalagsins hefur enn ekki lokið málsmeðferð í stofnunum sínum á endurskoðuðum samningsákvæðum viðauka I (um heilbrigði dýra og plantna) við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Að lokinni málsmeðferð framkvæmdastjórnarinnar fer samningurinn til umfjöllunar í ráðherraráði ESB og til kynningar í Evrópuþinginu. Ákvörðun um breytingu á viðauka I við EES-samninginn verður fyrst lögð til samþykktar fyrir sameiginlegu EES-nefndina að loknu framangreindu ferli. Það er því ljóst að sú tilskipun sem lögfesta átti frá og með 1. nóvember nk. með lögum nr. 89 26. maí 1997 hefur því ekki hlotið gildi innan Evrópska efnahagssvæðisins og er því nauðsynlegt að fresta gildistöku lögfestingarlaganna. Hér er valinn sá kostur að ráði sjávarútvegsráðuneytisins að fresta gildistöku laganna um eitt ár. Er þar með vonast til að hvorki þurfi að fresta frekar né flýta gildistöku laganna frá því sem hér er lagt til að ákveðið verði.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Vilhjálmur Egilsson og Einar Oddur Kristjánsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 21. okt. 1997.



Steingrímur J. Sigfússon,


form., frsm.


Árni R. Árnason.



Stefán Guðmundsson.




Lúðvík Bergvinsson.



Hjálmar Árnason.



Guðmundur Hallvarðsson.



Sighvatur Björgvinsson.